Stofnandi Amazon, Jeff Bezos og unnusta hans, Lauren Sanchez, trúlofuðu sig á snekkju milljarðamæringsins við strendur Mallorca í gær.

Parið kynntist árið 2016 þegar Lauren vann sem kynnir í sjónvarpsþættinum Good Morning LA en hún starfar nú sem útvarpsmaður og flugmaður. Bezos hafði kynnst henni í gegnum fyrrverandi eiginmann hennar, Patrick Whitesell.

Árið 2019 var ástarsamband þeirra opinberað af slúðurtímaritinu National Enquirer og lauk þar með 13 ára hjónaband Lauren og Patrick. Á þeim tíma sagði eiginkona Bezos til 25 ára, MacKenzie Scott, að hún væri einnig að skilja við Bezos.

Bezos og MacKenzie eiga saman fjögur börn og fékk MacKenzie rúmlega 35 milljarða dali frá Bezos þegar þau skildu. Hún giftist síðan náttúrufræðikennara en því hjónabandi lauk í september árið 2022.

Lauren Sanchez á meðal annars þrjú börn úr fyrra sambandi.