Jökull Júlíusson, söngvari, gítarleikari og lagahöfundur hljómsveitarinnar Kaleo, var með 222 milljónir króna í fjármagnstekjur á síðasta ári.
Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins um þá 100 Íslendinga sem höfðu mestar fjármagnstekjur árið 2021. Jökull ratar í sæti númer 93 á listanum.
Kaleo er á leiðinni í tónleikaferðalag um Evrópu og mun hljómsveitin spila á fimmtán tónleikum á tímabilinu 18. september - 16. október. Hefst ferðalagið í Rómarborg á Ítalíu og endar í Vín í Austurríki.
Hljómsveitin hefur spilað víða um Bandaríkin og Evrópu á árinu en getur nú kastað mæðinni í nokkrar vikur áður en ferðalagið hefst á ný.
Fjallað er um þá 100 Íslendinga sem höfðu mestar fjármagnstekjur árið 2021 í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.