Íslenska hjólafyrirtækið Lauf Forks skilaði 190 milljóna króna tapi í fyrra en árið áður nam hagnaður félagsins 19 milljónum.

Íslenska hjólafyrirtækið Lauf Forks skilaði 190 milljóna króna tapi í fyrra en árið áður nam hagnaður félagsins 19 milljónum.

Í ársreikningi kemur fram að verðhækkanir vegna Covid og stríðsins í Úkraínu hafi litað afkomuna. Í október í fyrra var hlutafé félagsins aukið um 192 milljónir.

Benedikt Skúlason er framkvæmdastjóri Lauf en hann á tæplega 18% hlut í félaginu.

Lykiltölur / Lauf Forks

2022 2021
Tekjur 1.369 924
Eignir 768 492
Eigið fé 376 374
Afkoma -190 19
- í milljónum króna

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.