Vestur­bær kaffi­hús ehf., rekstrar­fé­lag Kaffi­húss Vestur­bæjar, tapaði 180 þúsund krónum í fyrra eftir 4,8 milljón króna hagnað árið 2021.

Rekstar­tekjur árið 2022 voru 216 milljónir króna og af­koma fyrir fjár­muna­tekjur og fjár­magns­gjöld var 2,4 milljónir króna. Sam­kvæmt efna­hags­reikningi námu eignir fé­lagsins 38 milljónum króna. Bók­fært eigið fé í árs­lok nam 7,8 milljónum króna.

Skuldir fé­lagsins námu 30,1 milljón króna en þar af eru lang­tíma­lán 18,9 milljónir og skamm­tíma­skuldir um 11,2 milljónir.

Handbært fé helmingaðist

Veltu­fé frá rekstri nam 3,8 milljónum króna en hand­bært fé frá rekstri var nei­kvætt um 6 milljónir króna. Hand­bært fé í árs­byrjun var 12,1 milljónir og því var hand­bært fé í árs­lok rúmar 6 milljónir króna.

Stærsti eig­andi kaffi­hússins er fé­lagið Ferdinand ehf. sem er í eigu vinanna Gísla Marteins Baldurs­sonar, Péturs Marteins­sonar fyrrum knatt­spyrnu­manns og Einars Arnar Ólafs­sonar fjár­festis og stjórnar­for­manns PLAY, í gegnum fé­lag sitt Eini ehf.

Opnaði árið 2014

Pétur Marteins­son, einn eig­enda kaffi­hússins, var í við­tali við Eftir vinnu, fylgi­rit Við­skipta­blaðsins í lok septem­ber 2014, nokkrum dögum fyrir opnunina sem fór fram 6. októ­ber 2014.

„Á­stæðan fyrir því að við réðumst í þetta er að við búum allir í hverfinu og þetta er eitt­hvað sem okkur fannst vanta. Grund­vallar­pælingin var að setja upp kaffi­hús og bistro þar sem fólk í hverfinu getur komið, hvort sem það er í morgun­mat, há­degis­mat eða á kvöldin og fengið sér kaffi og kruð­erí þess á milli.“