Katrín Jakobs­dóttir, fyrr­verandi for­sætis­ráðherra og for­maður Vinstri grænna, hefur stofnað félag til að halda utan um verk­efni sín eftir stjórn­mála­ferilinn.

Sam­kvæmt fyrir­tækja­skrá ber sam­eignarfélagið nafnið Njólu­baug slf. og hefur að­setur í Reykja­vík.

Sam­kvæmt skráningu er til­gangur félagsins víðtækur: fræðsla, kennsla, fyrir­lestrar, fundar­stjórn, rit­störf og ráðgjöf. Félagið er skráð sem sjálf­stæður skattaðili.

Í stjórn situr Katrín sjálf og Gunnar Sig­valda­son, eigin­maður hennar, er varamaður.

Katrín lét af em­bætti for­sætis­ráðherra árið 2024 og fór í fram­haldinu í fram­boð til for­seta Ís­lands. Hún hlaut ekki kosningu en hefur haldið sig til hlés frá pólitísku sviðsljósi síðastliðið ár.

Hún hefur samhliða stjórnmálunum látið til sín taka á sviði bók­mennta.

Árið 2022 gaf hún út glæpasöguna Reykja­vík í sam­starfi við rit­höfundinn Ragnar Jónas­son og fékk verkið mikið lof bæði innan­lands og er­lendis.

Út­gáfan vakti at­hygli á því hvernig fyrr­verandi for­sætis­ráðherra blandaði saman stjórn­mála- og menningar­tengdum ferlum.

Stofnun Njólu­baugs bendir til þess að Katrín hyggist efla sjálf­stæða starf­semi sína á sviði fræðslu og rit­starfa.

mbl.is greindi fyrst frá.