Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, afhenti Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra uppfærðan sáttmála gegn einelti, áreitni og ofbeldi í morgun.

„Sem fyrr, hvetja SA starfsfólk og stjórnendur fyrirtækja til að gera gildi hans að hluta af daglegum rekstri. Veggspjöldin með sáttmálanum má nálgast hér og er hægt að hengja upp í kaffistofum eða á göngum fyrirtækja til að minna á mikilvægi þess að tryggja vellíðan á vinnustöðum, öryggiskennd og góðan starfsanda,“ segir í frétt á vef SA.

Í sáttmálanum séu dregin fram gildi sem geta minnkað hættu á að einelti, áreitni eða ofbeldi á vinnustöðum eigi sér stað. Með því að hafa þau í heiðri stuðli starfsmenn að heilbrigðri vinnustaðamenningu.

Sáttmálann má nálgast í Húsi atvinnulífsins og fyrirtæki geta einnig óskað eftir því að fá hann sendan í pósti.