Bandarískir hluta­bréfa­markaðir soga til sín stærstu og efni­legustu fyrir­tæki Evrópu á sama tíma og sögu­legar kaup­hallir álfunnar dragast saman og missa slag­kraft.

Sér­fræðingar vara við að þróunin grafi undan sam­keppnis­hæfni Evrópu, dragi úr fjár­festingum, ógni framtíð líf­eyris­sjóða og spari­fjár al­mennings, samkvæmt The Wall Street Journal.

Sam­kvæmt gögnum frá Dea­logic hafa einungis sex félög farið á markað í Bret­landi það sem af er ári og safnað alls 208 milljónum dollara – lægstu fjár­hæð í þrjátíu ár.

Á megin­landinu hefur virði nýskráninga helmingast. Í Bandaríkjunum hefur fjár­mögnun með nýskráningum hins vegar aukist um 38 pró­sent og nemur nú um 40 milljörðum dollara.

Æ fleiri evrópsk stór­fyrir­tæki kjósa að sækja skráningu vestur um haf. Fjártækni­fyrir­tækið Klarna og ör­flögu­hönnuðurinn Arm kusu að fara á markað í New York í stað London eða megin­landsins.

Greiðslu­fyrir­tækið Wise og fjár­hættu­spila­fyrir­tækið Flutter hafa þegar fært skráningu sína yfir At­lants­hafið og fleiri eru á leiðinni. Lyfja­fyrir­tækið AstraZene­ca hefur auk þess til­kynnt um 50 milljarða dollara fjár­festingu í Bandaríkjunum fram til 2030 og vaxandi vanga­veltur eru um hvort félagið færi einnig skráningu sína þangað.

For­stjóri Euronext, Stép­hane Boujnah, segir stöðuna vera kalla á viðbrögð frá stjórnvöldum.

„Evrópa getur ekki látið sér nægja að vera svæðið milli Bandaríkjanna og Asíu,“ segir hann. For­stjóri Deutsche Bör­se, Stephan Leit­hner, bætir við að auðurinn verði til í Texas og Kali­forníu – ekki meðal evrópskra líf­eyris­sjóða – ef ekkert verður að gert.

Evrópskir markaðir glíma við lágar hluta­bréfa­verðmat­stölur og varkára fjár­festa. Fram­virkt verð/hagnaðar­hlut­fall S&P 500 er 22, en aðeins 13 í FTSE 100 og 15 í DAX.

Stjórn­endur fyrir­tækja laðast einnig að Bandaríkjunum vegna mun hærri launa. For­stjóri Flutter þre­faldaði laun sín eftir að félagið flutti skráningu sína til New York.

Árangurs­laus viðbrögð

Þrátt fyrir mikla spari­fjár­myndun álfunnar skortir virk fjár­magns­kerfi.

Evrópsk heimili halda 70 pró­sent sparnaðar síns á banka­reikningum með lága ávöxtun.

Bandarísk heimili byggja hins vegar upp eignir í gegnum hluta­bréfa­eign í líf­eyris­sjóðum á borð við 401(k)-kerfi. Þessi munur gerir fyrir­tækjum auðveldara að afla fjár­magns í Bandaríkjunum og ýtir undir frekari flutninga.

Evrópu­sam­bandið hefur árum saman reynt að samræma fjár­magns­markaði álfunnar, en verk­efnið hefur staðið í meira en ára­tug án þess að raun­veru­legur árangur hafi náðst. Bretar hafa brugðist við með afléttingu reglna og her­ferðum til að hvetja al­menna fjár­festa til þátt­töku, en hingað til án teljandi áhrifa.