Kaup­höllin í Moskvu hefur stöðvað öll við­skipti með dal og evru eftir að Banda­ríkin á­kváðu að fram­lengja og út­víkka við­skipta­þvinganir sínar gegn Rússum í morgun.

Í desember í fyrra á­kvað Joe Biden Banda­ríkja­for­seti að undir­rita for­seta­til­skipun sem setti við­skipta­þvinganir á 1200 ein­stak­linga og lög­aðila sem voru sagðir vera fjár­magna með beinum eða ó­beinum hætti stríðs­rekstur Rússa í Úkraínu.

Að­gerðirnar ná nú til 4500 ein­stak­linga og lög­aðila en þeir eiga allir í hættu á að vera meinaður að­gangur að fjár­mála­kerfi Banda­ríkjanna.

Rússar svöruðu með að loka að­gengi er­lendra gjald­miðla að Kaup­höllinni í Moskvu og sagði Seðla­bankinn að gengi rúblunnar myndi héðan í frá endur­spegla gengið í við­skiptum á milli­banka­markaði.

Sam­kvæmt Financial Times mun breytingin hafa nei­kvæð á­hrif á inn­flutning og út­flutning í Rúss­landi.

Bankar í Kína og Tyrk­landi sem eru enn í við­skiptum við rúss­neska banka eru einnig í hættu á að verða hluti af þvingunar­að­gerðum Banda­ríkjanna. Hætti þeir ekki öllum við­skiptum við Rússa verður þeim meinað að­gengi að banda­ríska fjár­mála­kerfinu og Banda­ríkja­dölum.

Janis Klu­ge sem vinnur hjá þýskum hug­mynda­banka um öryggis­mál segir að það sé enn eftir­spurn eftir því að gera við­skipti með evrur í Rúss­landi.

„Í­myndaðu þér bæ á mið­öldum þar sem markaðs­torginu er allt í einu lokað. Það eru enn bændur á torginu reyna selja mat­vöru og þorps­búar sem vilja versla matinn. Þeir þurfa bara núna að hittast í öllum krókum og kimum bæjarins,“ segir Klu­ge. „Það er það sem er að gerast í Rúss­landi.“