Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, undirritaði forsetatilskipun á mánudag þar sem hann fyrirskipaði stofnun þjóðarsjóðs. Trump segir að sjóðurinn gæti jafnvel keypt TikTok.
Samfélagsmiðillinn, sem er með um 170 milljónir bandarískra notenda, var tekinn tímabundið úr loftinu í Bandaríkjunum rétt áður en lög, sem krefjast þess að kínverski eigandinn ByteDance annaðhvort selji fyrirtækið vegna þjóðaröryggisástæðna eða standi frammi fyrir banni, tóku gildi 19. janúar
Eftir að hafa tekið við embætti degi síðar undirritaði Trump forsetatilskipun þar sem framkvæmd laganna var frestað um 75 daga.
Trump kveðst hafa átt í viðræðum við marga aðila um kaup á TikTok. Hann muni líklega taka ákvörðun um framtíð samfélagsmiðilsins í þessum mánuði.