Skeljungur hefur undirritað kaupsamning og gengið frá öðrum skjölum vegna sölu á færeyska dótturfélaginu P/F Magn til Sp/f Orkufélagsins. Eini útistandandi fyrirvari viðskiptanna er samþykki samkeppniseftirlitsins í Færeyjum, að því er kemur fram í tilkynningu Skeljungs til Kauphallarinnar.
Söluverð P/F Magn er nemur 615 milljónum dönskum króna eða um 12,3 milljörðum íslenskra króna. Skeljungur mun endurfjárfesta um 23% af heildarsöluverði í Sp/f Orkufélaginu eða 2.823 milljónum króna. Skeljungur eignast 48,3% eignarhlut í Sp/f Orkufélaginu með skráningu á nýjum hlutum í félaginu samtals að fjárhæð 2.441 milljón króna auk lánveitinga í tengslum við viðskiptin að fjárhæð 382 milljónum króna.
Áætluð áhrif viðskiptanna á efnahag Skeljungs eru að nettó vaxtaberandi skuldir lækka um 2,1 milljarð króna, handbært fé eykst um 7,2 milljarða og eigið fé mun hækka um tæplega 6 milljarða króna.
Sp/f Orkufelagið er færeyskt félag undir forystu Ben Arabo, Teits Poulsen og Tommy Næs Djurhuus. „Sp/f Orkufelagið hefur það að markmiði að verða leiðandi aðili í öllum tegundum orkurekstrar í Færeyjum,“ segir í tilkynningu Skeljungs.