Verslunarmiðstöðvar víða um heim hafa sumar hverjar átt í nokkrum erfiðleikum vegna breyttrar kauphegðunar neytenda sem leitt hefur til samdráttar í heimsóknafjölda.

Ný stefna IKEA, um að koma upp verslunum í slíkum miðstöðvum, og í sumum tilfellum að kaupa verslunarmiðstöðvar undir starfsemi sína, gæti því reynst riddari á hvítum hesti fyrir verslunarmiðstöðvarnar.

Ingka Group, rekstraraðili flestra IKEA verslana á heimsvísu, hefur opnað fjölda IKEA verslana víða um heim, m.a. í Kína, Evrópu og Bandaríkjunum, í verslunarmiðstöðvum. Að sögn félagsins er það að leitast eftir að opna verslanir í fleiri verslunarnamiðstöðvum til að bjóða upp á meiri fjölbreytni.

Stjórnendur Ingka Group sjá fram á að ná til fleiri neytenda með viðbótum á borð við samvinnurými, matsali í norrænum „mathallarstíl“ og leiksvæði fyrir börn sem minna á geiminn.