Silfursmári 2, ný 14 hæða íbúðabygging í nýju hverfi í Smáranum, sker sig út úr nýbyggingum á Íslandi þegar kemur að hönnun, en „turninn“ eins og hann er kallaður skiptist í tvo megin hluta.

Arkitektarstofan Arkís arkitektar er á bak við hönnun byggingarinnar, og er Arnar Þór Jónsson aðalhönnuður hússins að utan og Thelma Guðmundsdóttir á bak við innanhúshönnunina. Arnar segir Silfursmára 2 vera kennileiti 201 Smára hverfisins.

„Það var alveg útséð að með 14 hæða íbúðabyggingu þurfti að gera eitthvað öðruvísi og nýtt sem hefur ekki verið gert áður í stórum byggingum. Við vorum með ögrandi hugmyndir frá byrjun og töluðum alltaf um að vera með snúning á húsinu,“ segir Arnar.

Snúningarnir x-faktor hússins

Arnar segir meginástæðuna fyrir snúningunum að leyfa útsýninu að njóta sín sem allra best. Byggingin skiptist þannig í x- og y-hluta, þar sem x-hlutinn er snúningshlutur byggingarinnar, sannkallaður x-faktor hússins, þar sem er óhindrað „panorama“ útsýni frá hæðum 8-14. Y-hlutinn er þá beinni og „venjulegri“ hluti byggingarinnar eins og hann orðar það.

„Við vorum ákveðin í að hanna byggingu sem myndi hafa öðruvísi ásýnd, myndi ögra formum og jafnvel burðarþoli. Þegar líða tók á hönnun var ákveðið að vinna með snúninga og tengja þá við útsýnispunkta í umhverfinu og þá varð þessi snúningur til.“

Nánar er fjallað um Silfursmára 2 í sérblaðinu Fasteignamarkaður. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.