P107 ehf, félag Jóhanns G. Jóhannssonar, eins stofnenda og eigenda Aztiq, hefur fest kaup á tveimur íbúðum á samtals 485 milljónir króna. Íbúðirnar eru staðsettar í tveimur af fjölbýlishúsunum sem nú rísa úti á Granda í vesturhluta borgarinnar og eru hluti af fasteignaverkefni á Héðinsreitnum sem kallað er Vesturvin.

P107 ehf, félag Jóhanns G. Jóhannssonar, eins stofnenda og eigenda Aztiq, hefur fest kaup á tveimur íbúðum á samtals 485 milljónir króna. Íbúðirnar eru staðsettar í tveimur af fjölbýlishúsunum sem nú rísa úti á Granda í vesturhluta borgarinnar og eru hluti af fasteignaverkefni á Héðinsreitnum sem kallað er Vesturvin.

Stærri íbúðin er 236 fermetra þakíbúð í Ánanaustum 1-3 og nemur kaupverð hennar 355 milljónum króna. Fermetraverð þakíbúðarinnar nemur því ríflega einni og hálfri milljón króna. Hin íbúðin er staðsett að Mýrargötu 41-43 og er horníbúð á næst efstu hæð í húsinu við hliðina á Ánanaustum 1-3. Hún er 107 fermetrar og nam kaupverð hennar 130 milljónum króna. Fermetraverð íbúðarinnar nam því rúmlega 1,2 milljónum króna. Fermetraverð íbúðanna tveggja nemur því um 1,4 milljónum króna.

Á teikningu þakíbúðarinnar er gert ráð fyrir fjórum herbergjum. Þar af tveimur svefnherbergjum sem bæði eru með sér baðherbergi. Auk þess er fataherbergi í hluta hjónaherbergisins. Að auki eru tæplega 59 fermetra þaksvalir á einni hlið íbúðarinnar á meðan tvennar minni þaksvalir, sem eru tæplega 12 og 16 fermetrar, í hinum enda íbúðarinnar. Tvö bílastæði í bílakjallara eru hluti af eigninni.

Horníbúðin er aftur á móti þriggja herbergja íbúð með tveimur svefnherbergjum og einu baðherbergi. Af þremur stöðum í íbúðinni er hægt að ganga út á tæplega 57 fermetra V-laga þaksvalir. Eitt bílastæði í bílakjallara fylgir eigninni.

Samkvæmt kaupsamningi er áætlað að Jóhann fái þakíbúðina afhenta í ágúst á næsta ári en afhending horníbúðarinnar er áætluð þremur mánuðum síðar.

Jóhann G. Jóhannsson
Jóhann G. Jóhannsson
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í morgun. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild sinni hér.