Bandaríska sjóðastýringafélagið Vanguard hefur verið nokkuð umsvifamikill hluthafi í félögum í íslensku kauphöllinni síðustu misserin og var á lista yfir stærstu hluthafa í níu skráðum félögum í lok júní.

Í júní mánuði minnkuðu sjóðir í stýringu hjá Vangauard sig í öllum félögunum sem þeir áttu hlut í upphafi mánaðarins.

Voru þetta þó óveruleg viðskipti, sala frá 0,1-0,2% hlut í félögunum.

Eina félagið sem sjóðastýringafélagið bætti í var í Icelandair. Sjóðurinn Vanguard Total International keypti allt að 0,7% hlut í flugfélaginu í mánuðnum og átti rúmlega 287 milljón hluti að nafnvirði í lok júní.

Með kaupunum í júní komst sjóðurinn á lista yfir stærstu hluthafa flugfélagsins.

Vanguard Group er eitt stærsta sjóðastýringafélag heims og er hvað þekktast fyrir stærðina og lágar þóknanir.

Félagið heldur upp á 50 ára afmælið sitt í ár. Það var stofanð árið 1975 af John C. Bogle, sem ruddi brautina fyrir vísitölusjóði (e. index funds) fyrir almenna fjárfesta.

Vanguard er í dag með um 8 billjónir Bandaríkjadala í stýringu og er næststærsta sjóðastýringarfélag heims, á eftir BlackRock.

Félagið rekur yfir 400 sjóði og þjónar milljónum viðskiptavina víða um heim. Sérstaða Vanguard felst í því að sjóðirnir sjálfir eiga félagið.