Álfa­bakki 8 ehf., félag í eigu Þór­ar­ins Arn­ars Sæv­ars­son­ar, Gunn­ars Sverr­is Harðar­son­ar og Brynj­ólfs Smára Þorkels­son­ar, keypti á seinni hluta síðasta árs bíóhúsið að Álfabakka 8 af Árna Samúelssyni, stofnanda og forstjóra Sambíóanna.

Kaupverðið á eigninni, sem er 3.316 fermetrar, var 600 milljónir króna að því er segir í Morgunblaðinu í dag.

„Mark­mið okk­ar er ekki að rífa húsið held­ur að finna ný not fyr­ir það eins fljótt og auðið er. Ef aðilar sýna því áhuga að nýta húsið mun­um við að sjálf­sögðu taka vel í það,“ seg­ir Þór­ar­inn Arn­ar Sæv­ars­son, einn kaup­enda SAM-bíó­húss­ins í Álfa­bakka 8 í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Í umfjölluninni er rifjað upp upp þegar skemmtistaðurinn Broadway opnaði í kjallara hússins í nóvember 1981. Í mars 1982 hafði Árni Samúelsson síðan opnað Bíóhöllina á efri hæðum hússins og þótti það mikil tíðindi í sögu kvikmyndahúsa á Íslandi.