Kínverska ríkisfyrirtækið Everbright og einkafyrirtækið PCP Capital Partners áhuga á því að eignast knattspyrnuliðið Liverpool ef marka má frétt Financial Times um málið.
Ef að Liverpool yrði keypt, þá yrðu þetta stærstu kaup kínversks félags á evrópusku knattspyrnuliði, en langt frá því að vera þau fyrstu, þar sem að kínversk fyrirtæki hafa verið að sölsa undir sig hin ýmsu evrópusku lið. Þetta kauptilboð er jafnframt talið tengjast tilraunum Kínverja til að efla knattspyrnustarfsemi í Kína.
Þrátt fyrir að eigendur Liverpool, Fenway Sports Group, hafi tekið fyrir það að tilboð liggi fyrir, þá eru ýmsir heimildarmenn sem halda fram að fortilboð hafi verið lagt fram.
Liverpool er níunda ríkasta fótboltalið heimsins samkvæmt greiningu Deloitte - með tekjur upp á 339 milljón punda tímabilið 2014-2015.