Google hefur undirritað samning um notkun á litlum kjarnorkuverum til að mæta orkuþörf fyrirtækisins til að knýja gervigreindargagnaver sín. Fyrirtækið hefur samið við Kairos Power og áætlar að koma fyrsta verinu í gang árið 2035.

Að sögn BBC hafa fyrirtækin ekki gefið neinar upplýsingar um upphæð samningsins eða hvar kjarnorkuverin verða byggð.

Google hefur undirritað samning um notkun á litlum kjarnorkuverum til að mæta orkuþörf fyrirtækisins til að knýja gervigreindargagnaver sín. Fyrirtækið hefur samið við Kairos Power og áætlar að koma fyrsta verinu í gang árið 2035.

Að sögn BBC hafa fyrirtækin ekki gefið neinar upplýsingar um upphæð samningsins eða hvar kjarnorkuverin verða byggð.

„Þessi samningur hjálpar til við að flýta fyrir nýrri tækni til að mæta orkuþörf á hreinan og áreiðanlegan hátt og opnar alla möguleika gervigreindar,“ segir Michael Terrell, yfirmaður orku- og loftslagsmála hjá Google.

Bandaríska kjarnorkueftirlitið á enn eftir að samþykkja áætlunina en á síðasta ári fékk Kairos Power, sem staðsett er í Kaliforníu, leyfi til að byggja fyrsta kjarnorkuver í 50 ár.