Kakóbaunaverð hefur verið á töluverðu flugi undanfarið rúma árið, sælgætisframleiðendum til lítillar kátínu.
Þessi upptaktur kakóverðs hefur þó sýnt fram á hve hagstætt það getur verið fyrir sælgætisframleiðendur að gera framvirka samninga um kaup á hráefni en slíkir samningar eru t.d. algengir á flugmarkaði í tengslum við kaup á eldsneyti.
Hershey, sem framleiðir sælgæti á borð við Reese´s Peanut Butter Cups og Kit Kat, bókfærði til að mynda 460 milljóna dala hagnað fyrir skatta af framvirkum samningum á hrávörum, þá aðallega kakói sem er einn stærsti kostnaðarliðurinn í heildarhráefniskostnaði félagsins.
Meira en helmingur þessa hagnaðar má rekja til síðasta ársfjórðung síðasta árs. Félagið styðst við framvirka samninga í hrávöruviðskiptum til að tryggja aukinn fyrirsjáanleika í rekstrinum. Heildarhagnaður Hershey nam 2,2 milljörðum dala á síðasta ári.