Fulltrúar Íslands á nýsköpunarráðstefnu Huawei voru í dag valin eitt af topp 10 liðum keppninnar sem nú fer fram í Róm. Hópurinn kynnti hugmynd sína fyrir framan dómnefnd sem samanstóð af alþjóðlegum sérfræðingum úr tæknigeiranum.

Hópurinn samanstendur af Guðrúnu Ísabellu Kjartansdóttur, Stefan Erlendi Ívarssyni, Róbert Orra Stefánssyni og Sæmundi Árnasyni.

Fulltrúar Íslands á nýsköpunarráðstefnu Huawei voru í dag valin eitt af topp 10 liðum keppninnar sem nú fer fram í Róm. Hópurinn kynnti hugmynd sína fyrir framan dómnefnd sem samanstóð af alþjóðlegum sérfræðingum úr tæknigeiranum.

Hópurinn samanstendur af Guðrúnu Ísabellu Kjartansdóttur, Stefan Erlendi Ívarssyni, Róbert Orra Stefánssyni og Sæmundi Árnasyni.

Þau hafa undanfarna viku keppt við námsmenn frá 25 löndum innan Evrópu sem á ráðstefnunni sem ber heitið Fræ framtíðarinnar (e. Seeds for the Future).

Fyrsti hluti keppninnar fór fram fyrr í dag en þar kynnti íslenski hópurinn, sem vinnur í samstarfi við námsmenn frá Austurríki, hugmynd sem felst í að betrumbæta sólarrafhlöður fyrir heimili á meginlandi Evrópu.

Verðlaunaafhending fer fram síðar í kvöld en vinningsliðið fær þá tækifæri til að kynna nýsköpunarhugmynd sína í Kína á næsta ári.

Tilgangur viðburðarins er að skapa færni fyrir framtíðina og á sama tíma skapa leiðtogahæfileika innan tæknigeirans.

Námsmannateymið frá Finnlandi, sem komst einnig í undanúrslit, kynnti til að mynda LED-lýsingar á skrifstofugluggum til að berjast við skammdegisþunglyndi sem margir þar í landi kljást við. Fulltrúar Ítalíu lögðu þá til að nota gervigreind til að sýna laus bílastæði í stórborgum í gegnum smáforrit til að sporna við eldsneytis- og tímasóun fyrir þá sem þurfa að hringsóla í leit að bílastæði.