Kosningabarátta Höllu Tómasdóttur til forseta Íslands kostaði 26 milljónir króna, samkvæmt nýbirtu uppgjöri á vefsíðu Ríkisendurskoðunar. Frestur forsetaframbjóðendur til að skila inn upplýsingum um framboð sitt rann út á mánudaginn síðasta.
Tekjurnar kosningaframboðs Höllu samanstóðu að stærstum hluta af 11,5 milljóna króna fjárframlögum frá lögaðilum og 10,2 milljóna fjárframlögum frá einstaklingum. Ölgerðin var meðal þeirra sem lögðu styrktu kosningabaráttuna en félagið lagði fram 400 þúsund krónur.
Þá voru framlög í formi afnota húsnæðis að Ármúla 13 frá Eik fasteignafélagi upp á 400 þúsund krónur og afnot af bifreið frá BL upp á 178 þúsund krónur.
Eigin framlög Höllu voru um 3,5 milljónir króna.
Um 18,9 milljónir af útgjöldunum kosningabaráttunnar runnu til auglýsinga og kynninga, 3,4 milljónir fóru í rekstur kosningaskrifstofu, og 3,6 milljónir í fundi og ferðakostnað.