Guðmundur Ari Sigurjónsson, sem skipar annað sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, og Bóas Hallgrímsson, framkvæmdastjóri fræðslu og fagstarfs hjá Hjallastefnunni, ræða menntmál í nýjum samtalsþætti Samtaka verslunar- og þjónustu fyrir þingkosningarnar.

Í þættinum er m.a. rætt um gagnrýni Viðskiptaráðs á menntakerfið, einkarekstur í skólastarfi, getu menntakerfisins til að aðlaga sig að breyttum aðstæðum og hvort þörf sé á breyttar áherslur í menntun vegna stafvæðingar og aukinni notkun gervigreindar.