Íslenska krónan hefur verið fremur stöðug frá því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ákvað að leggja fram þingrofstillögu á sunnudaginn. Líkt og kunnugt er féll Halla Tómasdóttir forseti Íslands að beiðni Bjarna í gær.
Krónan hefur veikst um 0,67% gagnvart evru síðastliðna viku en meirihluti þeirrar veikingar átti sér stað í síðustu viku áður en stjórnarslitin voru kynnt. Þá hefur pundið styrkt sig um 0,68% gagnvart krónunni síðastliðna viku.
Íslenska krónan hefur veikst um 1,2% gagnvart Bandaríkjadal á sama tímabili en dalurinn hefur verið að styrkja sig síðastliðna viku.
Ef lengra tímabil er skoðað þá hefur krónan styrkst um 1,84% gagnvart evru síðastliðinn mánuð og um 1,19% gagnvart pundinu. Bandaríkjadalur hefur styrkt sig um 0,2% gagnvart krónunni síðastliðinn mánuð.