Michael Morris og Green Bouzard, eigendur bandaríska barsins The Contented Cow, hafa tekið upp á því að bjóða viðskiptavinum sínum norræn og skandinavísk ákavíti. Barinn er í bænum Northfield í Minnesota, í um hálftíma keyrslu frá Minneapolis.

Bærinn er með mjög sterk norræn tengsl en margir Norðmenn settust þar að á 19. öld og stofnuðu meðal annars háskólann St. Olaf College.

Fjölskylda Michaels er ættuð frá Svíþjóð og segir hann að margir innflytjendur sem fluttu til Bandaríkjanna frá Norðurlöndunum hafi komið mun seinna en innflytjendur frá öðrum Evrópuþjóðum. Bandaríkjamenn sem eiga rætur sínar að rekja þangað hafa því enn mjög sterk menningarleg tengsl við Norðurlöndin.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði