Saudi Aramco, stærsta olíufyrirtæki heims, hefur ákveðið að minnka arðgreiðslur sínar um meira en 30% milli ára eftir að hagnaður félagsins dróst saman um 12% milli ára. Bloomberg greinir frá.
Aramco gerir ráð fyrir að greiða út ríflega 85 milljarða dala í arð í ár, samanborið við 124 milljarða dala í fyrra sem var stærsta arðgreiðsla nokkurs félags í heimi.
Fjárfestar og greinendur hafa beðið spenntir eftir upplýsingum um áformaðar útgreiðslur Aramaco en þær gætu ákvarðað lánsþörf ríkissjóðs Sádí-Arabíu. Arðgreiðslur Aramco hafa mikla þýðing fyrir nokkurra billjóna dala (e. mulitrillion dollar) verkefni krónprinsins Mohammed bin Salman sem miðar að því að ná fram meiri fjölbreytni í efnahag landsins.
Hinar gríðarstóru arðgreiðslur voru hins vegar farnar að teygja á efnahagsreikningi Aramaco, að því er segir í umfjöllun Bloomberg.
Aramco, sem er í meirihlutaeigu ríkissjóðs Sádi-Arabíu, skilaði 106,3 milljarða dala hagnaði á síðasta ári sem er um 12% lægra en árið 2023 þegar félagið hagnaðist um 121 milljarð dala.
Lakari afkoma er rakin til lægra olíuverðs sem skýrist m.a. af aukinni hráolíuframleiðslu um allan heimi ásamt því að það hægðist á eftirspurn. Meðalverð á Brent hráolíu nam 80 dölum árið 2024, samanborið við 82 dali árið 2023.