Úrvalsvísitalan lækkaði um rúmlega eitt prósent í dag, en gengi 10 af 22 félögum á aðalmarkaði lækkaði í viðskiptum dagsins. Tiltölulega lítil velta var á markaði, eða um 1,7 milljarðar króna.
Mesta veltan var með bréf Marel og námu viðskipti með bréfin 540 milljónum króna. Gengi bréfa félagsins lækkaði um 1,7% og stendur nú í 462 krónum á hlut. Þá var 330 milljón króna velta með bréf Arion banka sem hækkuðu um 0,65%.
Vís lækkaði mest allra félaga á markaði, um 2,22% í 40 milljóna veltu. Þá lækkaði hitt tryggingafélagið á markaði, Sjóvá, um 1,8%, Eimskip um 1,9% og Kvika banki um 1,7%.
Íslandsbanki lækkaði þá um 1,8% í viðskiptum dagsins og stendur gengi félagsins nú í 118,2 krónum á hlut, 1,03% hærra en söluverðið á bankanum í útboði Bankasýslunnar í mars.