Úr­vals­vísi­talan OMXI15 hefur lækkað um 1,64% í fyrstu við­skiptum dagsins og stendur vísi­talan í 2.259 stigum þegar þetta er skrifað.

Rauðar tölur eru víða í Kaup­höllinni í morgun og leiðir Al­vot­ech lækkanir. Hluta­bréfa­verð líf­tækni­lyfja­fyrir­tækisins hefur lækkað um 4% í morgun í litlum við­skiptum og stendur gengið í 1540 krónum þegar þetta er skrifað.

Gengi fast­eigna­fé­lagsins Reita hefur lækkað um tæp 4%. Hluta­bréfa­verð Eikar, Kviku, Heima og Öl­gerðarinnar hefur lækkað um 2,5% í fyrstu við­skiptum dagsins.

Hluta­bréfa­verð Ís­fé­lagsins hefur hækkað um 1% í afar lítilli veltu en það er eina fé­lagið sem hefur hækkað með mark­tækum hætti í morgun.

Heildar­velta um hálf ellefu var um 440 milljónir.

Líkt og Viðskiptablaðið hefur fjallað um tóku hlutabréf í Asíu og Bandaríkjunum væna dýfu í gær en lokað var fyrir viðskipti í Kauphöllinni í gær vegna frídags verslunarmanna. Markaðir vestanhafs tóku örlítið við sér þegar leið á daginn í gær og tóku hlutabréf í Asíu við sér að nýju í nótt.