Lands­bankinn hefur sett á sölu glæsi­leg og sögu­fræg húsnæði sitt í mið­borg Reykja­víkur, þar sem bankinn hafði áður höfuðstöðvar sínar.

Um er að ræða byggingarnar við Austur­stræti 11 og Hafnar­stræti 10, 12 og 14, sem saman­lagt eru 5.836 fer­metrar að stærð, þar af 1.380 fer­metrar í kjallara. Húsin verða seld í einu lagi.

Austur­stræti 11 var reist árið 1898 og endur­byggt og stækkað árið 1924 eftir teikningum hú­sa­meistara ríkisins, Guðjóns Samúels­sonar.

Hann hannaði einnig allar inn­réttingar hússins, sem mynda mikilvægan hluta menningar­legrar arf­leifðar þess.

Árið 1940 var viðbygging tekin í notkun og húsið síðar friðað árið 1991. Friðunin nær til ytra byrðis, vegglista­verka og inn­réttinga frá 1924.

Við hlið Austur­strætis 11 stendur Hafnar­stræti 10-12, áður þekkt sem Edin­borgar­húsið. Það var byggt árið 1923 eftir upp­dráttum Einars Er­lends­sonar.

Upp­haf­lega var húsið þrjár hæðir, en síðar var fjórða hæð bætt ofan á. Nýjasta húsið í röðinni, Hafnar­stræti 14, var reist árið 1970 og tengist beint við jarðhæð Austur­strætis 11, þar sem áður var af­greiðslu­salur bankans.

Lands­bankinn flutti árið 2023 úr þessum húsum ásamt fleiri eignum í nágrenninu yfir í nýja og sam­einaða starfs­stöð í nútíma­legu húsi við Reykja­stræti 6. Ríkið hafði áður lýst yfir áhuga á að kaupa Austur­stræti 11, en af því verður ekki og því eru eignirnar nú boðnar á al­mennan markað.

Sölu­með­ferðin er í höndum fast­eigna­fyrir­tækjanna Eigna­miðlunar og Miklu­borgar.