Fjárfestingafélagið Langisjór ehf. hagnaðist um 13,7 milljarða króna á síðasta ári. Til samanburðar hagnaðist félagið um 9,1 milljarða árið áður. Velta samstæðunnar nam 13,8 milljörðum króna á síðasta ári, sem er hækkun um 4,6 milljarða milli ára. Hækkunina má rekja til kaupa félagsins á Ölmu íbúðafélagi og sölu íbúða hjá Glaðsmíði.

Matsbreyting fjárfestingareigna Langasjávar nam 10 milljörðum króna í fyrra, en til samanburðar nam matsbreytingin 626 milljónum árið 2020. Hækkunin skýrist af matsbreytingum fjárfestingaeigna Ölmu íbúðafélags upp á 10,2 milljarða króna, en Alma hagnaðist um 12,4 milljarða í fyrra.

Langisjór keypti allt hlutafé í Ölmu íbúðafélagi þann 13. apríl í fyrra. Viku síðar keypti Alma allt hlutafé í tveimur dótturfélögum Langasjávar, það er Brimgörðum ehf og 14. júní ehf.

Eigið fé Langasjávar í lok árs 2021 nam 23 milljörðum króna og námu heildareignir samstæðunnar 90,2 milljörðum. Þá var eiginfjárhlutfall í árslok 25,5%. Langisjór er í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Eggerts Árna, Halldórs Páls og Gunnars Þórs Gíslabarna.

Langisjór ehf.

2021 2020
Velta 13.792.998 9.146.004
Hagnaður 13.732.932 2.006.429
Eignir 90.226.058 24.859.103
Eigið fé 23.000.163 8.837.168
-í milljónum króna.

Fréttina í heild má lesa í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun.