Hljóðtæknirisinn Bose hefur gefið út ný þráðlaus tappaheyrnartól sem eru frábrugðin hinum hefðbundnu Earbuds og Airpods heyrnartólum sem njóta gífurlegra vinsælda um allan heim. Heyrnartólin kallast Bose Ultra Open Earbuds og hönnun þeirra gerir notendum kleift að hlusta á tónlist eða afþreyingu án þess að loka á umhverfishljóðin í kringum sig. Í stað þess að heyrnartólunum sé stungið inn í eyrun, þá er þeim smellt utan um þau og hljóðinu er síðan varpað inn í eyrnaganginn.
Frábær í hreyfingu
Sigurður Ólafsson, vörustjóri Bose hjá Origo segir að tæknirisinn sé að svara kalli notenda með þessari framúrstefnulegu hönnun.
„Bose gerði víðamikla rannsókn þar sem þeir skoðuðu hvað notendur sínir vildu mest sjá í heyrnartólum. Þeir eiginleikar sem fengu mestan hljómgrunn voru; þægindi, betri rafhlöðuending, haldast vel á eyrunum, góð hljómgæði og falleg hönnun. Bose Ultra Open Earbuds er svarið við því kalli. Heyrnartólin er einstaklega þægileg og eiga að gera notandanum kleift að vera með þau allan daginn án þess að þreyta þann sem er með þau.
Þetta er þægileg lausn til að hlusta á tónlist eða fyrir símtöl enda með hljónema sem dempar umhverfishljóð þannig að viðmælandinn heyrir vel í þér án þess að verða fyrir truflun frá öðrum hljóðum.
Sjálfur stunda ég útihlaup og var því spenntur að prófa þau í þeim aðstæðum og get ég sagt með algjörri vissu að þetta eru frábær íþróttaheyrnartól, haldast vel í ásamt því að vera raka- og svitavarin, þú biður ekki um mikið meira. Ég sé líka fyrir mér að þessi vara sé frábær fyrir fólk sem er að sinna þessum daglegu húsverkum en vill á sama tíma heyra í krökkunum, hins vegar vilji fólk það ekki þá er ég líka með réttu vöruna enda enda Bose þekkt fyrir frábært vöruúrval með „noise cancelling,“ segir Sigurður og brosir.
Laufey í samstarfi við Bose
Tónlistarkonan og Grammy verðlaunahafinn Laufey Lín Jónsdóttir er í samstarfi við Bose í Ameríku og hún hefur setið fyrir í auglýsingum fyrir hin nýju Bose Ultra Open tappaheyrnartól.
Í samstarfi sínu við Bose, þá tók Laufey einnig þátt í áskorun sem kallast “Turn the Dial Sessions” þar sem hún og pródúserinn Eunike Tanzil semja og framleiða lag í sameiningu á þremur klukkustundum. Turn the Dial verkefnið vinnur að því að auka hlut kvenna í tónlistarbransanum, en um 2,8% laga í topp 100 vinsældarlistanum eru pródúseruð af konum.
„Það er ótrúlega skemmtilegt fyrir okkur hér heima að sjá Laufeyju í samstarfi við Bose enda frábær fyrirmynd og málefnið mikilvægt,“ segir Sigurður.
Hönnuð til notkunar allan daginn
Samkvæmt Bose þá eru Ultra Open Earbuds heyrnartólin hönnuð til að notendur geti verið með þau á sér allan daginn eins og fyrr sagði. Festingin sem fer utan um eyrað er gerð úr léttu og sveigjanlegu sílíkoni. Rafhlaðan dugar í allt að 7,5 klukkustundir í spilunartíma, allt að 48 klukkustundir í biðstöðu en auk þess gefur hleðslutaskan allt að 19,5 klst til viðbótar í spilunartíma.
Heyrnartólin nýta svo kallaða Immersive Audio tækni sem veitir tónlistarupplifun eins og hljóðið komi úr rýminu sjálfu, en ekki beint úr heyrnartólunum. Heyrnartólin eru IPX4 vottuð og raka- og svitavarin og henta því vel í líkamsrækt. Í aðstæðum þar sem umhverfishljóð eru mikil þá hafa heyrnartólin þann frábæra eiginleika að geta nýtt stillinguna „Sjálfvirkan hljóðstyrk“ (auto volume) sem nemur hávaðann í kringum þig og hækkar sjálfkrafa hljóðstyrkinn svo þú tapir ekki upplifuninni á því sem þú ert að hlusta á.
Bose Ultra Open Earbuds heyrnartólin fást í verslun Origo.