Heildar­launa­greiðslur á Ís­landi í júní 2025 námu 186,4 milljörðum króna, sam­kvæmt nýjum gögnum frá Hag­stofu Ís­lands. Það jafn­gildir 8,2% hækkun frá júní í fyrra. Um 223.600 ein­staklingar fengu greidd laun og fjöldi launa­greiðenda var 22.200.

Þrátt fyrir ár­lega hækkun drógust launa­greiðslurnar lítil­lega saman milli maí og júní. Greiðslurnar eru ekki verðlags­leiðréttar.

Fjöldi starfandi er nánast óbreyttur.

Sam­tals voru 233.000 ein­staklingar starfandi á vinnu­markaði í júní, sam­kvæmt skráningu, sem er aukning um 0,2% frá sama mánuði í fyrra – eða um 500 manns. Starfandi karlar voru 124.400 og konur 108.439.

At­vinnu­leysi mældist 2,8%.

Ár­stíða­leiðrétt at­vinnu­leysi var 2,8% í júní, sam­kvæmt vinnu­markaðs­rannsókn Hag­stofunnar. Það er 0,3 pró­sentu­stiga lækkun frá maí. Sam­hliða jókst at­vinnuþátt­taka í 82,3% og hlut­fall starfandi í 80%.