Reitir skiluðu 28,7 milljarða króna rekstrarhagnaði á árinu 2024, sem er 37% aukning frá fyrra ári. Stjórn félagsins leggur til að hluthafar fái greiddan arð upp á 1,53 milljarða króna en lífeyrissjóðir eru stærstu eigendur félagsins.
Leigutekjur félagsins jukust um 8,8% og námu 16,4 milljörðum króna. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu nam 10,97 milljörðum króna og jókst um 8,1% milli ára.
Heildarhagnaður félagsins tvöfaldaðist nánast og fór úr 7,5 milljörðum króna árið 2023 í 15,3 milljarða króna 2024, sem skilaði sér í hækkun hagnaðar á hlut úr 10,2 krónum í 21,6 krónur.
Fjárfestingar félagsins voru einnig töluvert umfram áætlanir, en Reitir lögðu 18,1 milljarð króna í ný verkefni, sem er langt umfram upphaflega áætlun um 11 milljarða króna fjárfestingu.
Þar af fóru 9,6 milljarðar í kaup á nýjum eignum og 8,5 milljarðar í endurbætur á fasteignum félagsins.
Heildareignir félagsins námu 231,4 milljörðum króna í árslok og jukust um 20% frá fyrra ári, en vaxtaberandi skuldir stóðu í 128,8 milljörðum króna. Eiginfjárhlutfall félagsins hélst stöðugt og var 31,3% við árslok.
„Eftirtektarverður árangur félagsins á árinu sem leið er afrakstur góðrar samvinnu og metnaðarfullrar vaxtarstefnu sem var leiðarljós í því sem félagið tók sér fyrir hendur. Það er ánægjulegt að sjá hversu miklum framgangi við náðum strax á fyrsta ári nýrrar stefnu,“ segir Guðni Aðalsteinsson, forstjóri Reita í uppgjörinu.
Eigendur Reita eru sem fyrr segir að stærstum hluta íslenskir lífeyrissjóðir en félagið hefur verið skráð í Kauphöll Íslands frá 2015 og er eitt stærsta fasteignafélag landsins.
Reitir gerir ráð fyrir áframhaldandi vexti og spáir 8-9% aukningu í rekstrartekjum árið 2025, sem gæti numið allt að 18 milljörðum króna. Reitir munu áfram fjárfesta í nýjum eignum og þróunarverkefnum í takt við vaxtarstefnu sína til 2028, þar sem stefnt er að því að eignir félagsins verði 300 milljarðar króna í lok tímabilsins.
„Framgangur ársins gefur okkur meðbyr á nýju ár þar sem vaxtarstefna félagsins er leiðandi stef í allri ákvarðanatöku og verkefnum. Auk skýrra markmiða er verðugur tilgangur það sem hvetur okkur áfram en við setjum stefnuna á að vera leiðandi afl í uppbyggingu og rekstri fasteigna. Við fjárfestum í nýjum eignaflokkum og þróunarverkefnum af krafti og leggjum þannig okkar framlag á vogarskálarnar til þess mæta eftirspurn eftir fasteignum og innviðum, samfélaginu til hagsbóta,“ segir Guðni.
Fyrirtækið gerir ráð fyrir áframhaldandi vexti og spáir 8-9% aukningu í rekstrartekjum árið 2025, sem gæti numið allt að 18 milljörðum króna.
Reitir munu áfram fjárfesta í nýjum eignum og þróunarverkefnum í takt við vaxtarstefnu sína til 2028, þar sem stefnt er að því að eignir félagsins verði 300 milljarðar króna í lok tímabilsins.
2023 | |||||||
15.107 | |||||||
4.126 | |||||||
831 | |||||||
10.150 | |||||||
10.750 | |||||||
20.900 | |||||||
10.850 | |||||||
7.496 | |||||||
10,2 kr. |
31.12.2023 | |||||||
31.12.2023 | |||||||
189.971 | |||||||
1.408 | |||||||
193.381 | |||||||
60.273 | |||||||
108.432 | |||||||
31,2% | |||||||
58,9% |