Leikbreytir og Fobi AI í Kanada hafa gert samstarfssamning sín á milli sem gerir Fobi kleift að selja „Gift to wallet“ lausn Leikbreytis á sínum markaðssvæðum. Kanadíska fyrirtækið er með skrifstofur í 5 löndum og viðskiptavini í yfir 150 löndum. Það sérhæfir sig í að nota gögn og gervigreind til að bæta viðskiptavild við viðskiptavini. Greint er frá þessu í fréttatilkynningu.
Þar segir að Leikbreytir hafi nýtt hluta af lausnum Fobi síðustu ár sem viðbótarþjónustu við „Gift to wallet“ lausnina. Samningurinn marki tímamót hjá Leikbreytir sem muni nú hefja að bjóða upp á lausn sína á nýjum markaðssvæðum utan Íslands.
„Við erum mjög spennt yfir frekara samstarfi við Fobi AI, en við sjáum Fobi AI sem leiðandi fyrirtæki í viðskiptavild og notendaupplifun. Samningurinn við Fobi passar vel inn í þá vegferð okkar með að koma „Gift to wallet“ inn á ný markaðssvæði utan Íslands en lausnin verður hluti af vöruframboði þeirra, segir Yngvi Tómasson, framkvæmdastjóri Leikbreytis.
Um Fobi:
Fobi AI var stofnað árið 2017 í Vancouver, Kanada og er leiðandi fyrirtæki í notkun gervigreindar og gagna til að keyra áfram stafræna þróun fyrirtækja. Fyrirtækið er skráð á hlutabréfamarkað í Kanada. Það hefur verið leiðandi með lausnir sínar fyrir smávöruverslanir.
Fobi er með skrifstofur í fimm löndum og með viðskiptavini í yfir 150 löndum. Lausnir þeirra gefa fyrirtækjum í smásölu innsýn í kauphegðun viðskiptavina með hjálp gervigreindar og hjálpar fyrirtækjum í stafrænni þróun að auka viðskiptavild með aukinni þekkingu á kauphegðun. Smásölufyrirtæki (e. retail) eru meðal stærstu viðskiptavina Fobi en fyrirtækið veitir einnig þjónustu til fyrirtækja á sviði viðburða, ferðaþjónustu og trygginga, ásamt því að þjónusta fleiri iðnaði.
Meðal viðskiptavina Fobi AI eru:
● The Academy of Motion Pictures, Arts and Science (The OSCARS)
● MGM Resorts International
● NCAA
● Professional Golfers’ Association (PGA)
● Mercedes-Benz Consulting
● Scotch & Soda
● Labatt Brewing Company
● Richco. Harley-Davidson (Thailand)
● HSV e.V. Football Club
● Northern Territory Australia
Eins og Viðskiptablaðið greindi frá á dögunum opnaði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, nýja greiðslulausn Kringlunnar sem gerir viðskiptavinum kleift að nota sama gjafakortið hjá öllum verslunar- og þjónustuaðilum verslunarmiðstöðvarinnar. Um er að ræða „Gift to wallet“ lausn Leikbreytis.