Veit­ingastaður­inn Lemon, sem sérhæfir sig í samlokum og djúsum, hefur undirritað samning við Hagkaup um opnun þriggja nýrra staða í verslunum Hagkaups. Umræddir staðir verða staðsettir í Hagkaup Kringlunni, Skeifunni og Smáralind.

Með nýju stöðunum í Hagkaup verða Lemon staðirnir ellefu talsins, sjö staðir á höfuðborgarsvæðinu og þrír á Norðurlandi. Auk þess að opna í Hagkaup hefur Lemon nýlega opnaði staði á nokkrum þjónustustöðvum Olís.

Veit­ingastaður­inn Lemon, sem sérhæfir sig í samlokum og djúsum, hefur undirritað samning við Hagkaup um opnun þriggja nýrra staða í verslunum Hagkaups. Umræddir staðir verða staðsettir í Hagkaup Kringlunni, Skeifunni og Smáralind.

Með nýju stöðunum í Hagkaup verða Lemon staðirnir ellefu talsins, sjö staðir á höfuðborgarsvæðinu og þrír á Norðurlandi. Auk þess að opna í Hagkaup hefur Lemon nýlega opnaði staði á nokkrum þjónustustöðvum Olís.

Hagar, móðurfélag Bónus, Hagkaups og Olís, keypti 49% hlut í Djús, sem rekur veitingastaði Lemon, á síðasta ári.

„Við hjá Lemon leggjum áherslu á að mæta ólíkum þörfum okkar viðskiptavina með bragðgóðum og hollum samlokum og djúsum. Við erum mjög spennt fyr­ir nýju stöðunum í Hag­kaup. Við telj­um að viðskipta­vin­ir eigi eft­ir að fagna því að eiga mögu­leika á að grípa með sér holl­ar og bragðgóðar sam­lok­ur og sól­skín í glasi í fjöl­breytt verk­efni dags­ins,“ seg­ir Jó­hanna Soffía Birg­is­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Lemon.

„Við erum gríðarlega spennt fyr­ir þessu sam­starfi, við opnuðum Lemon í Garðabæ fyr­ir nokkru vik­um og viðtök­urn­ar hafa verið frá­bær­ar. Við erum því sann­færð að þrír nýir staðir eigi eft­ir að slá í gegn enda holl­ur og góður skyndi­biti sem fell­ur vel að okk­ar framtíðar­sýn og nýrri stefnu Hag­kaups sem við erum að kynna til leiks þessa dag­ana,“ seg­ir Sig­urður Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups.