Lestur á Fréttablaðinu lækkaði úr 28,2% í 15,7% á milli desember og janúar samkvæmt nýjustu lestrarkönnun Gallup.
Lestur á Morgunblaðinu í janúar var 18,9% og var því hærri en á Fréttablaðinu.
Morgunblaðið er því aftur orðið mest lesna dagblað landsins en Fréttablaðið hafði verið það mest lesna í nærri tvo áratugi.
Fréttablaðið hætti í byrjun ársins að dreifa prentútgáfu blaðsins til heimila en það er nú aðgengilegt á 150 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborgarsvæðinu, Akranesi, Borgarnesi og á Akureyri og í PDF formi á vef Fréttablaðsins.
Meðalfjölda heimsókna á dag á vef Fréttablaðsins fjölgaði úr 88 þúsund á viku á síðustu viku ársins 2022 og upp í 111 þúsund í annarri viku nýs árs en hefur síðan fækkað niður í 100 þúsund samkvæmt nýjustu mælingu Gallup á lestri vefmiðla.