LTF ehf., rekstrarfélag netverslunarinnar Define the Line, hagnaðist um 23 milljónir króna árið 2023, samanborið við 12 milljóna hagnað árið áður.

Velta félagsins nam 174 milljónum króna og meira en þrefaldaðist milli ára. Kostnaðarverð seldra vara nam 79 milljónum og jókst um 66 milljónir milli ára.

Bókfært eigið fé nam 51 milljón í lok árs 2023 og var eiginfjárhlutfall 67,6%. Lína Birgitta Sigurðardóttir er stofnandi og eigandi Define the Line.

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu sem kom út 15. janúar 2025.