Liþíum námuvinnslufyrirtækið European Lithium ætlar að stofna félagið Critical Metals og skrá það á markað í gegnum öfugan samruna við SPAC félagið Sizzle Acquisition.
Samanlagt markaðsvirði Critical Metals verður 972 milljónir dala og verður European Lithium, sem er skráð á markað í Austurríki, stærsti hluthafinn í félaginu. Critical Metals mun eiga liþíumnámu European Lithium í Wolfsberg í Austurríki, sem Bloomberg segir mögulega vera fyrstu liþíumnámuna með leyfi í Evrópu.
European Lithium áætlar að náman í Wolfsberg muni framleiða allt að 10.500 tonn af liþíum árlega fyrir árið 2025.