Hafrannsóknastofnun tilkynnti í dag úttekt á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár en stofnunin ráðleggur 1% hækkun aflamarks þorsks fyrir næsta fiskveiðiár, 2024/2025. Í tilkynningu segir að sú ráðgjöf byggi á aflareglu stjórnvalda.

Á síðu Fiskifrétta er nánar farið út í ráð Hafró en stofnunin leggur þá til að mynda 0,46% hækkun á ýsu og óbreyttu í ufsa.

Hafrannsóknastofnun tilkynnti í dag úttekt á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár en stofnunin ráðleggur 1% hækkun aflamarks þorsks fyrir næsta fiskveiðiár, 2024/2025. Í tilkynningu segir að sú ráðgjöf byggi á aflareglu stjórnvalda.

Á síðu Fiskifrétta er nánar farið út í ráð Hafró en stofnunin leggur þá til að mynda 0,46% hækkun á ýsu og óbreyttu í ufsa.

Aflmark fyrir 19 stofna er lagt til á grundvelli langtímamarkmiða um sjálfbæra nýtingu:

Þorskur – stofnunin ráðleggur 1% hækkun aflamarks í 213.214 tonn

Ýsa – stofnunin ráðleggur 0,46% hækkun í 76.744 tonn

Ufsi – aflaregla helst nánast óbreytt og er 66.705 tonn

Gullkarfi - Ráðgjöf fyrir gullkarfa er 46. 911 tonn eða 14% hærri en á yfirstandandi fiskveiðiári. Þrátt fyrir hækkunina er rétt að benda á að nýliðun gullkarfa hefur verið mjög slök undanfarinn áratug og af þeim sökum hefur hrygningarstofn minnkað á undanförnum árum.

Grálúða - Ráðgjöf fyrir grálúðu lækkar um 9% frá fyrra ári og er 17.890 tonn. Ráðlagt aflamark er lægra vegna þess að stofninn er nú metinn undir varúðarmörkum. Þó er útlit fyrir að stofninn fari vaxandi á næstu árum vegna góðrar nýliðunar.

Sumargotssíld - Ráðgjöf um aflamark íslensku sumargotssíldarinnar fylgir nú nýrri aflareglu, þar sem aflamark komandi fiskveiðiárs er nú 19% af viðmiðunarstofni (lífmassa fjögurra ára síldar og eldri) í stað 15%. Þrátt fyrir þessa hækkun á veiðihlutfalli er ráðgjöf samkvæmt aflareglu stjórnvalda 81.367 tonn eða 12 % lægri en á yfirstandandi fiskveiðiári. Helgast það að því að viðmiðunarstofninn er nú metinn umtalsvert minni en í fyrra.