Álagning í minni verslunum er afar lág, allt niður í örfá prósent, vegna yfirburðarstöðu lágvöruverðsverslana. Þetta segir Steingrímur Ægisson, sviðsstjóri hjá Samkeppniseftirlitinu.
Hann benti á í erindi sínu á ráðstefnu Samkeppniseftirlitsins í morgun að Hagar, sem reka Hagkaup, Bónus og fleiri stórar verslanir, hafi meira en 50 prósenta markaðshlutdeild á dagvörumarkaði. Þessi stærð lágvöruverðsverslana valdi miklum mun á viðskiptakjörum frá birgjum. Það takmarkar mjög möguleika minni verslana til að taka þátt í verðsamkeppni við lágvöruverðsverslana og því talsverðar aðgangshindranir að markaði fyrir smásölu á dagvöru, að hans sögn.