Íslandsbanki og Ungar athafnakonur stóðu í annað sinn fyrir fundi um stöðu ungra kvenna í atvinnulífinu og þær hindranir sem verða í vegi þeirra.
Meðal þess sem rætt var um á fundinum var hvernig sækja eigi fram á vinnumarkaði, hvernig komast eigi í stjórnir fyrirtækja og mikilvægi öflugs tengslanets.
Björgvin Ingi Ólafsson, framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka og Karen Ósk Gylfadóttir frá Ungum athafnakonum héldu erindi og í framhaldi voru panelumræður þar sem þátttakendur voru:
Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Já
Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
Björgvin Ingi Ólafsson, framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka
Fundarstjóri var Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka.