Heildsöluverslunin Costco opnaði í vikunni netverslun með áfengi en fram að þessu hefur verslunin aðeins leyft þeim sem hafa vínveitingaleyfi að kaupa áfengi. Nú getur almenningur verslað bjór, léttvín og sterkt áfengi hjá Costco, líkt hann hefur getað gert hjá öðrum netverslunum eins og til dæmis Santewine, Heimkaup og Nýju vínbúðinni. Costco er með 100 vörutegundir og eru vörurnar ódýrari en hjá ÁTVR.

Heildsöluverslunin Costco opnaði í vikunni netverslun með áfengi en fram að þessu hefur verslunin aðeins leyft þeim sem hafa vínveitingaleyfi að kaupa áfengi. Nú getur almenningur verslað bjór, léttvín og sterkt áfengi hjá Costco, líkt hann hefur getað gert hjá öðrum netverslunum eins og til dæmis Santewine, Heimkaup og Nýju vínbúðinni. Costco er með 100 vörutegundir og eru vörurnar ódýrari en hjá ÁTVR.

Netverslun með áfengi hefur þrifist þrátt fyrir að löggjafinn hafi aldrei formlega heimilað hana enda eru lögin samin áður en netverslun kom til. Hafa íslensku félögin stofnað fyrirtæki erlendis, sem selur almenningi áfengi, sem svo er afhent er á Íslandi.

„Ég get ekki dregið aðra ályktun en að vefverslun með áfengi sé lögmæt,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.

„Þessi fyrirtæki hafa starfað hér í mörg ár. Þetta hefur verið vaxa og nú er svo komið að risarnir eru líka farnir að selja áfengi. ÁTVR stefndi Santewine en því máli var vísað frá og lögreglan hefur ekkert aðhafst í þessum málum og þeir sem eru á móti þessu í þinginu hafa ekki lagt fram frumvarp sem bannar þetta heldur þvert á móti hafa þeir staðið í vegi fyrir því að hægt sé að ramma þetta inn með sómasamlegum hætti í íslenskri löggjöf.“

Jón lagði fram frumvarp í vetur um málið en það dagaði uppi, líkt og fjöldamörg önnur frumvörp um aukið frelsi áfengisverslun.

„Ég hef talið brýnt að koma á reglum í kringum þessi viðskipti því verið er að versla með viðkvæma vöru. Markmiðið var að ramma þetta inn í íslenska löggjöf en málið strandaði.“

Hagnaður ÁTVR í fyrra nam 877 milljónum eftir skatta, sem er nær helmingi minna en árið 2021. Rekstrartekjur drógust saman um 3,9 milljarða króna eða um 8,7% á milli ára og viðskiptavinum fækkaði um 5%. Í lítrum dróst sala áfengis saman um 8,4%. Hagnaður ÁTVR í fyrra er sá minnsti síðan árið 2008.

Berja höfðinu við steininn

Spurður hvort þróun netverslana með áfengi setji rekstur ÁTVR í uppnám svarar Jón: „Ég held að það sé alveg ljóst, það hefur þegar orðið samdráttur.“

Hann segir skjóta skökku við að þingmenn sumra stjórnmálaflokka, sem hafi sett sig upp á móti auknu frelsi í áfengisverslun, séu að leggja fram frumvarp um að lengja afgreiðslutíma ÁTVR. Á sama tíma vilji þeir standa í vegi fyrir því að almennilegur lagarammi sé í kringum netverslanir með áfengi. Þetta kallist á góðri íslensku að berja höfðinu við steininn.

„Þessar netverslanir eru starfandi og hafa verið það í mörg ár. Mín skoðun er að engin ástæða sé fyrir ríkið að reka áfengisverslanir. Samkeppnin er aukast og með aukinni samkeppni hefur varan orðið ódýrari og aðgengilegri. Ég hef verið á þingi síðan 2007 og ég held við Sjálfstæðismenn höfum á hverju ári lagt fram áfengisfrumvarp en þau hafa aldrei svo mikið sem komist út úr nefnd.“

Næsta skref

Spurður hvort næsta skref sé að heimila einkafyrirtækjum að opna vínbúðir, eins og ÁTVR rekur svarar Jón: „Mér fyndist það eðlilegt en það er erfitt að spá fyrir um þetta. Í enda dagsins er ég sannfærður um að við stígum einhver slík skref. Við höfum verið að gera það í ákveðnum áföngum með þessum netverslunum.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kemur út í fyrramálið. Áskrifendur geta nálgast vefútgáfu blaðsins kl. 19.30 í kvöld með því að smella á Blöðin efst á forsíðu vb.is.