Landsbankinn kynnti í morgun nýja hagspá Hagfræðideildar bankans í Hörpu en hún gerir meðal annars ráð fyrir 3,5% meðalhagvexti frá árinu 2014 til 2017. Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildarinnar, kynnti spánna en hann segir hana ekki mjög frábrugðna spá Hagfræðideildarinnar frá því í maí á þessu ári.

Þá segir hann að það hafi helst verið versnandi horfur í loðnuvertíð sem hafi dregið úr horfum næstu ára en að öðru leyti hafi hún ekki tekið miklum breytingum. Skuldaniðurfelling ríkisstjórnarinnar hefur einnig sitt að segja en hún mun koma til með að auka einkaneyslu og hækka fasteignaverð að mati Hagfræðideildar Landsbankans.

VB Sjónvarp ræddi við Daníel.