Jerome Powell, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagði á ráðstefnu í Nashville í gær að hann væri óhræddur við að halda áfram að lækka meginvexti bankans.
Seðlabankinn réð á vaðið á dögunum og lækkaði vexti um 50 punkta. Powell sagði í gær að það væri ekki ástæða til þess að taka svo djúpt í árina við næstu vaxtaákvörðun.
„Heilt yfir er efnahagurinn á góðum stað og við munum nota okkar verkfæri til að halda honum þar,“ sagði Powell og bætti við að peningastefnunefndin væri ekki að reyna lækka vexti með hraði.
Vaxtalækkun bankans fyrir rúmum tveimur vikum síðan var sú fyrsta í meira en tvö ár.
Á ráðstefnunni í gær sagði Powell að bankinn væri að einblína á að ná vöxtum niður í það horf þar sem þeir hægi ekki á hagvexti.