Jerome Powell, seðla­banka­stjóri Banda­ríkjanna, sagði á ráð­stefnu í Nas­hvil­le í gær að hann væri ó­hræddur við að halda á­fram að lækka megin­vexti bankans.

Seðla­bankinn réð á vaðið á dögunum og lækkaði vexti um 50 punkta. Powell sagði í gær að það væri ekki á­stæða til þess að taka svo djúpt í árina við næstu vaxta­á­kvörðun.

„Heilt yfir er efna­hagurinn á góðum stað og við munum nota okkar verk­færi til að halda honum þar,“ sagði Powell og bætti við að peninga­stefnu­nefndin væri ekki að reyna lækka vexti með hraði.

Vaxta­lækkun bankans fyrir rúmum tveimur vikum síðan var sú fyrsta í meira en tvö ár.

Á ráð­stefnunni í gær sagði Powell að bankinn væri að ein­blína á að ná vöxtum niður í það horf þar sem þeir hægi ekki á hag­vexti.