Stýrivextir Seðlabanka Íslands lækkuðu um 0,5% í morgun og í kjölfarið hækkuðu hlutabréf í Kauphöllinni. Verðbólga hefur lækkað hraðar en búist var við en nýjar tölur Hagstofu sýna að hagvöxtur er mun minni en spáð var.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að verið sé að taka hluta af raunvaxtahækkun til baka. VB Sjónvarp ræddi við Má að loknum stýrivaxtafundi.