Donald Trump er að leggja lokahönd á teymi sitt í utanríkismálum en samkvæmt Financial Times mun hann tilnefna öldungadeildarþingmanninn Marco Rubio sem næsta utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Mike Waltz, þingmaður fulltrúadeildarinnar fyrir sjöta kjördæmi Flórída, er síðan sagður líklegur til að verða öryggismálaráðgjafi Trump.
Rubio situr í utanríkismálanefnd öldungadeildarinnar en hann er mikill haukur þegar kemur að málefnum Íran og Kína. Rubio yrði fyrsti utanríkisráðherra Bandaríkjanna af rómönskum uppruna en foreldrar hans flúðu til Flórída frá Kúbú í valdatíð Fulgencio Batista.
Waltz sinnti herþjónustu í Bandaríkjaher í 26 ár og var heiðraður margoft fyrir störf sín. Hann var meðal annars í Green Beret-sérsveit hersins um árabil og hefur tekið þátt í átökum í Afríku og Miðausturlöndum.
Samkvæmt FT hefur hann verið gagnrýninn á NATO og Kína í störfum sínum.
Trump hefur lofað viðsnúningi frá stefnu Biden í utanríkismálum en Trump er meiri íhlutunarsinni en Biden.
Samkvæmt FT eru hvorki Waltz né Rubio einangrunarsinnar sem ætti að veita þingmönnum og sérfræðingum í utanríkismálum hugarró.