Donald Trump er að leggja loka­hönd á teymi sitt í utan­ríkis­málum en sam­kvæmt Financial Times mun hann til­nefna öldunga­deildarþing­manninn Marco Ru­bio sem næsta utan­ríkis­ráðherra Bandaríkjanna.

Mike Waltz, þing­maður full­trúa­deildarinnar fyrir sjöta kjördæmi Flórída, er síðan sagður lík­legur til að verða öryggis­málaráðgjafi Trump.

Ru­bio situr í utan­ríkis­mála­nefnd öldunga­deildarinnar en hann er mikill haukur þegar kemur að mál­efnum Íran og Kína. Ru­bio yrði fyrsti utan­ríkis­ráðherra Bandaríkjanna af rómönskum upp­runa en for­eldrar hans flúðu til Flórída frá Kúbú í valda­tíð Ful­gencio Batista.

Waltz sinnti herþjónustu í Bandaríkjaher í 26 ár og var heiðraður margoft fyrir störf sín. Hann var meðal annars í Green Beret-sérsveit hersins um árabil og hefur tekið þátt í átökum í Afríku og Miðausturlöndum.

Sam­kvæmt FT hefur hann verið gagn­rýninn á NATO og Kína í störfum sínum.

Michael Waltz.
Michael Waltz.

Trump hefur lofað viðsnúningi frá stefnu Biden í utan­ríkis­málum en Trump er meiri íhlutunar­sinni en Biden.

Sam­kvæmt FT eru hvorki Waltz né Ru­bio ein­angrunar­sinnar sem ætti að veita þing­mönnum og sér­fræðingum í utan­ríkis­málum hugarró.