Marel kaupir Stork Food Systems
Marel Food System og Stork N.V. hafa gert með sér samkomulag sem felur í sér kaup Marel á Stork Food Systems sem er dótturfélag Stork N.V. Gengið verður frá kaupunum á næstu mánuðum en þangað til verða fyrirtækin rekin í sitt hvoru lagi. Kaupverð er 415 miljónir evra.
Í fréttatilkynningu vegna samkomulagsins er haft eftir Herði Arnarsyni forstjóra Marel að gott samstarf hafi verið á milli Marel og Stork undanfarin ár. ,,Þrátt fyrir að bæði fyrirtæki séu á svipuðum markaði framleiðum við ólíkar vörur. Með kaupunum á Stork erum við betur í stakk búnir til að takast á við stærri og fjölbreyttari verkefni. Stærðin opnar okkur einnig leið inn á sívaxandi markaði í Asíu, Austur Evrópu og Suður Ameríku.”