Verð á framvirkum samningum á bandarískar hlutabréfavísitölur hefur hækkað eftir að öldungadeild bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um hækkun skuldaþaks bandaríska ríkisins í nótt.
Fulltrúadeildin samþykkti frumvarpið fyrr í vikunni og Joe Biden, forseti Bandaríkjanna mun staðfesta frumvarpið von bráðar og koma þannig í veg fyrir greiðslufall bandaríska ríksins.
Samkvæmt frétt The Wall Street Journal í morgun hækkaði verð á framvirkum samningum á S&P 500 um 14,25 punkta eða 0,3%
Dow Jones vísitalan fór upp um 141 punkta eða 0,4%.
Nasdaq 100 fór upp um 32 punkta eða 0.2%
Í gær hækkaði S&P 500 SPX um 41.19 punkta eða 1% sem er mesta hækkun frá því 19. ágúst sl.
Hægist á ráðningum
Von er á nýrri vinnumarkaðsskýrslu í dag sem mun hafa áhrif á markaðinn vestanhafs. Hagfræðingar spá því að 188 þúsund störfum hafi verið bætt við á markaði í maí sem er mun minna en í apríl þegar 253 þúsund nýjum störfum var bætt við.