Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði á dögunum kröfum húseiganda gegn sveitarfélaginu Árborg. Sveitarfélagið hafði hafnað umsókn húseigenda um breytingar á húsnæðinu til reksturs sólbaðsstofu, sem þegar var rekinn í óleyfi.
Sólbaðsstofan var rekin í rými fyrir ofan á bílskúr þar sem áður hafði verið geymsla. Á sólbaðsstofunni voru fjórir bekkir og hugmyndin sú að stofuna gætu sótt tveir gestir í einu.
Fyrra hluta ársins 2021 bárust athugasemdir til sveitarfélagsins þar sem grunur lék á að rekin væri ólögleg sólbaðsstofa. Eftir rannsókn byggingafulltrúa Húseigendum var gert að stöðva þá starfsemi en í framhaldi sóttu þeir um leyfi til breytinga á húsnæðinu.
Á grenndarkynningu lögðust nágrannar gegn þeim breytingum með vísan til þess að ekki væri um atvinnuhúsnæði að ræða, að bílastæði við húsið ynni ekki rekstrinum, að sólbaðsstofan væri nú þegar starfrækt í húsinu og af henni hefði hlotist mikið ónæði.
Byggingarfulltrúi lagðist einnig gegn útgáfu starfsleyfis m.a. með vísan til þess að starfsemin samræmdist ekki skipulagi og samþykki meðeigandi lægi ekki fyrir. Kærði húseigandi meðferðina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem hafnaði öllum hans kröfum.