Skyndibitakeðjan McDonald‘s hefur ákveðið að kaupa alla veitingastaði af ísraelska rekstraraðilanum Alonyal í Ísrael en fjölmargir hafa sniðgengið staðinn í kjölfar stríðsins.
Fyrirtækið segir að það hafi náð samkomulagi við sérleyfishafa 225 staða þar sem fleiri en 5 þúsund manns starfa.
McDonald‘s í Ísrael var meðal annars gagnrýnt fyrir að hafa gefið ísraelskum hermönnum þúsundir ókeypis máltíða eftir að stríðið hófst. Það viðurkenndi í janúar að átökin hefðu haft mikil áhrif á viðskipti fyrirtækisins.
Omri Padan, forstjóri Alonyal, hefur rekið veitingastaði McDonald‘s í landinu í meira en 30 ár en McDonald‘s reiðir sig á sérleyfishafa til að reka veitingastaði þess.
Margir fyrrum viðskiptavinir fóru hins vegar að sniðganga skyndibitakeðjuna eftir að múslímar í löndum eins og Kúveit, Malasíu og Pakistan gáfu út yfirlýsingar þess efnis og gagnrýndu álitinn stuðning McDonald‘s við Ísrael.