Þegar horft er til þróunar stýrivaxta er Arion banki svartsýnastur meðal stóru viðskiptabankanna en bankinn reiknar með að ársmeðaltal stýrivaxta verði 9,2% í þessu ári, 8,3% á næsta ári og 6,8% árið 2026.

Íslandsbanki reiknar með að ársmeðaltalið verði 9% á þessu ári, 7,5% á næsta ári og 5,5% á þar næsta ári.

Landsbankinn er svo bjartsýnastur með ársmeðaltal stýrivaxta upp á 8,8% á þessu ári, 7% á næsta ári og 5,3% árið 2026.

Þess ber þó að geta að hagspár Arion banka og Íslandsbanka voru birtar áður en peningastefnunefnd ákvað að lækka vexti um 25 punkta en Landsbankans eftir ákvörðunina, sem þótti nokkuð óvænt.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.