Hátt í 46 þúsund farþegar fóru um Reykjavíkurflugvöll í júlímánuði sem er 29% fleiri en í júlí í fyrra. Þetta kemur fram í flugtölum Isavia en Túristi.is greinir frá.
Á sama tíma fækkaði farþegum í innanlandsflugi um 4%.
Samkvæmt upplýsingum Isavia voru voru farþegar í þyrlu og leiguflugi samtals 17.446 í júlí sem er fjölgun úr 2.925 í júlímánuði í fyrra. Aukning milli ára er þannig ekki vegna innanlandsflugs heldur vegna farþega einkaflugvéla og útsýnisflug yfir eldstöðvarnar á Reykjanesi.
Ef þessir farþegar eru teknir út fyrir sviga fækkaði farþegum í innanlandsflugi á Reykjavíkurflugvelli um 13% í júlí. Þrátt fyrir að erlendu ferðamennirnir hafi verið um 40 þúsund fleiri en samkvæmt Túrista sýna kannanir Ferðamálastofu að lágt hlutfall ferðamanna nýtir sér innanlandsflug.