Hátt í 46 þúsund far­þegar fóru um Reykja­víkur­flug­völl í júlí­mánuði sem er 29% fleiri en í júlí í fyrra. Þetta kemur fram í flug­tölum Isavia en Túr­isti.is greinir frá.

Á sama tíma fækkaði far­þegum í innan­lands­flugi um 4%.

Sam­kvæmt upp­lýsingum Isavia voru voru far­þegar í þyrlu og leigu­flugi sam­tals 17.446 í júlí sem er fjölgun úr 2.925 í júlí­mánuði í fyrra. Aukning milli ára er þannig ekki vegna innan­lands­flugs heldur vegna far­þega einka­flug­véla og út­sýnis­flug yfir eld­stöðvarnar á Reykja­nesi.

Ef þessir far­þegar eru teknir út fyrir sviga fækkaði far­þegum í innan­lands­flugi á Reykja­víkur­flug­velli um 13% í júlí. Þrátt fyrir að er­lendu ferða­mennirnir hafi verið um 40 þúsund fleiri en sam­kvæmt Túr­ista sýna kannanir Ferða­mála­stofu að lágt hlut­fall ferða­manna nýtir sér innan­lands­flug.